Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 8. 2015 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2015: Jennifer Gleason (7/45)

Það voru 8 stúlkur sem deildu 35.-42. sætinu á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór 3.-7. desember 2014.

Lokaúrtökumótið fór fram á Hill og Jones golfvöllunum á LPGA International, á Daytona Beach, í Flórída.

Ein þessara 8 var bandaríska stúlkan Jennifer Gleason.

Jennifer Gleason  fæddist í 28. september 1980 í Clearwater, Flórída og er því 34 ára.

Jennifer byrjaði að spila golf 15 ára.

Hún segir foreldra sína og Vincent Reid, sem vakti áhuga hennar á golfinu og þjálfara sína Kelley Phillips og Lew Smither III vera þá einstaklinga sem hafi haft mest áhrif á feril sinn.

Jennifer átti glæstan áhugamannaferil var m.a. í sama háskóla og Berglind Björnsdóttir, GR, þ.e. University of North Carolina at Greensboro.

Áhugamál Gleason eru að verja tíma með fjölskyldu og vinum, vera utandyra, lesa, grínast og allar íþróttir.

Gleason er jafnframt því að vera atvinnukylfingur, framkvæmdatjóri goðgerðarstofnunar vinkonu sinnar Angelu Stanford, þ.e.  the Angela Stanford Foundation.

Gleason komst á LPGA Tour í fyrstu tilraun en hún hefir verið á túrnum í 10 ár; nýliðaár hennar var 2005.