Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2014 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Marta Silva og Dani Holmqvist (1-2/ 48)

Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída.

Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning  á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt.

Niðurskurður var að þessu sinn miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA.

Í kvöld verða kynntar fyrstu 2 af 5 sem voru T-44 þ.e. voru í 44.-48. sæti.

Þessar fyrstu tvær eru Marta Silva frá Spáni og Dani Holmqvist frá Svíþjóð.

Byrjað verður að kynna Mörtu Silva stuttlega:

Marta Silva

Marta Silva

Marta Silva fæddist 9. janúar 1990 og er því 24 ára.  Marta byrjaði að spila golf 9 ára og segir foreldra sína hafa haft mestu áhrifin á feril sinn.

Meðal áhugamála Mörtu eru aðrar íþróttir og að vera aktíf, m.a. með því að dansa og syngja.  Hún komst á LPGA í 2. tilraun sinni.

Marta útskrifaðist með gráðu í samskiptafræðum frá University og Georgia fyrir 2 árum, en hún spilaði golf með liði háskólans.

Lokaskor Mörtu í Q-school LPGA var samtals slétt par eða 360 högg (73-73-71-70 – 73) og rétt slapp hún því inn á LPGA, þar sem hún hefir takmarkaðan spilarétt.

Sem stendur er Marta nr. 341 á Rolex-heimslistanum.

Hér má loks sjá viðtal LET við Mörtu Silva SMELLIÐ HÉR: 

Dani Holmqvist

Dani Holmqvist

Hin stúlkan sem kynnt verður í kvöld er Dani Holmqvist, en líkt og Marta rétt slapp Dani inn á LPGA á sléttu pari og T-44 en lokaskor hennar var   75-72-68-72 – 73 – 360 (E).

Dani fæddist 3. maí 1988 í Bern, Sviss og er því 26 ára.  Hún komst á LET í gegnum Lalla Aicha Tour School fyrir 2 árum og þá kynnti Golf 1 Dani eða Danielu og á þá kynning allt eins við í dag – sjá með því að SMELLA HÉR:

Dani komst í golffréttirnar þegar hún var við keppni í Ástralíu og var bitin af svörtu ekkjunni, eitraðri könguló og notaði tí til að pota eiturbroddinum úr og hélt áfram keppni – sjá með því að SMELLA HÉR: 

Hér má að lokum sjá nýlegt viðtal LPGA við Dani Holmqvist SMELLIÐ HÉR: