Kristie Smith Nýju stúlkurnar á LPGA 2014: Natalie Sheary, Lindy Duncan og Kristie Smith (6-8/48)
Það voru 48 stúlkur sem hlutu kortin sín á LPGA 8. desember 2013; 20 hlutu fullan keppnisrétt og aðrar 28 takmarkaðan, í gegnum Q-school Stage III, þ.e. lokaúrtökumótið á LPGA International, á Daytona Beach í Flórída.
Hér verða allar stúlkurnar 48 kynntar en sá háttur hafður á að 2-3 stúlkur, sem urðu í 21.-48. sæti verða kynntar saman en síðan verður sérkynning á hverri þeirra 20 stúlkna, sem hlaut fullan spilarétt.
Niðurskurður var að þessu sinni miðaður við slétt par, þ.e. allar sem voru á pari eða betur hlutu einhvern keppnisrétt á LPGA.
Í kvöld verða kynntar fyrstu 3 af 6 sem voru T-38 þ.e. voru í 38.-43. sæti.
Þessar fyrstu 3 eru Natalie Sheary og Lindy Duncan frá Bandaríkjunum og Kristie Smith frá Ástralíu.
Byrjað verður á Sheary.
Natalie Sheary fæddist 30. maí 1989 í West Hartford, Conneticut og er því 25 ára.
Hún byrjaði í golfi 12 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.
Sheary var í bandaríska háskólagolfinu og spilaði með sama golfliði og Ólafía Þórunn okkar Kristinsdóttir, Wake Forest. Hún gerðist síðan atvinnumaður í golfi sama ár og hún útskrifaðist 2011.
Áhugamál Natalie er að læra nýja hluti gegnum bækur og kvikmyndir, að horfa á Netflix, kanna nýja staði og fara í ræktina. Natalie komst á LPGA í 3. tilraun sinni.
Lindy Duncan
Lindy Duncan fæddist 16. janúar 1991 og er því 23 ára.
Hún byrjaði í golfi 9 ára og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfferil sinn.
Áhugamál Lindy er að hlusta á tónlist, horfa á kvikmyndir og ……sofa!
Lindy útskrifaðist frá Duke med gráðu i sálfræði 2013 og spilaði 4 ár í bandaríska háskólagolfinu. Hún komst á LPGA í fyrstu tilraun sinni.
Kristie Smith
Kristie Smith fæddist 7. ágúst 1988 í Perth, Ástralíu og er því 25 ára. Hún er dottir golfleikarans Wayne Smith.
Kristie var 1 ár i Oklahoma State University og spilaði með golfliði skólans.
Kristie gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og hlaut það ár bæði keppnisrétt á LET og Symetra Tour.
Hún hefir sigrað 1 sinni á LET, 2 sinnum á Symetra Tour og 2 sinnum á ALPG.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



