Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET: Lauren Horseford (55/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hver.

Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi (70 74 70 70 69); Inci Mehmet frá Englandi (71 72 73 67 70); Natalia Escuriola Martinez frá Spáni (66 73 68 75 71) og Lauren Horseford frá Englandi.

Allar nema Lauren Horseford hafa verið kynntar og verður hún nú kynnt í dag.

Lauren Horseford fæddist 11. mars 1997 og er því 19 ára.

Á Englandi er hún í Wimbledon Park golfklúbbnum.

Sl. 3 ár hefir hún verið við nám í The Golf College í Sussex.

Meðal afreka hennar er að verða Surrey Ladies Champion árið 2015 og Henry Cooper Junior Masters Champion.

Horseford gerðist atvinnumaður 1. janúar á þessu ári 2017.

Ekki er mikið vitað um þessa ungu stúlku, annað en að hún er komin með kortið sitt á LET þegar í fyrstu tilraun.

Women&Golf reyndi að bæta aðeins úr með því að kynna Horseford og má sjá grein W&G með því að SMELLA HÉR: