Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET: Ariane Provot (52/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 12. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 2 stúlkur sem báðar léku á 7 undir pari, 353 höggum, hvor.

Þetta eru þær Ariane Provot frá Frakklandi (70 74 70 70 69); Inci Mehmet frá Englandi (71 72 73 67 70); Natalia Escuriola Martinez frá Spáni (66 73 68 75 71) og Lauren Horseford frá Englandi.

Byrjað verður á að kynna Ariane Provot.

Ariane Provot fæddist í Metz, Frakklandi, 29. júní 1992 og er því 24 ára.

Hún býr í dag í París og segir pabba sinn hafa haft mest áhrif á golfið sitt.

Uppáhaldskylfing sinn segir hún vera Anniku Sörenstam og uppáhaldsgolfvöll sinn segir hún vera Gofl de Ciberta í Frakklandi.

Ariane gerðist atvinnumaður í golfi 1. desember 2013.

Áhugamálin utan golfsins eru að teikna og vera í ræktinni.