Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 7. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Stina Resen (37/66)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og hefir íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu, þær 7 sem deildu 50. sætinu, þær 7 (6), sem urðu T-43, þær 6 sem urðu T-37 og þær 4, sem deildu 33. sætinu.

Næst verða kynntar þær 7 stúlkur sem deildu 27. sætinu þ.e. urðu T-27. Þetta eru þær Patricia Sanz Barrio frá Spáni, sem lék á +7 (72 78 73 72 73 368); Karina Kukkonen frá Finnlandi, sem spilaði á +7 (72 76 75 72 73 368); Stina Resen frá Noregi, sem lék á+7 (70 76 71 76 75 368); Emma Grechi frá Frakklandi, en hún lék á +7 (74 71 75 73 75 368); Natasha Fear frá Spáni, sem lék á +(7 72 73 75 72 76 368) og Dulcie Sverdloff frá Englandi, sem lék á +7 (74 69 74 75 76 368) og varð uppreiknað í 32. sætinu.

Sverdloff, Fear og Grechi hafa verið kynntar, af þessum 6 sem urðu T-27 og í dag verður norski kylfingurinn Stina Resen kynnt.

Stina Resen fæddist 22. apríl 1993 í Oslo, Noregi og er því 27 ára. Hún á eina systur Theu.

Í menntaskóla var Resen í Norges Toppidrettsgymnas og var í unglingagolflandsliði Noregs.

Síðan spilaði Resen í bandaríska háskólagolfinu fyrst 1 semestur með  Lamar University í Beaumont, Texas, en síðan í 3 ár með liði University of Alabama, Little Rock á árunum 2013-2016 og útskrifaðist þaðan 2016, sem hagfræðingur. Sjá má afrek Resen í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Eftir útskrift úr háskóla hefir Resen m.a. keppt á Santander mótaröðinni, sem er 3. deildin hjá konunum í Evrópu og frá 2016 á mestmegnis á LET Access, en einnig nokkrum LET-mótum.