Nýju stúlkurnar á LET 2020: Rochelle Morris (8/65)
Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.
Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:
Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.
Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu, þ.e.: sænski kylfingurinn Emma Westin, Anaelle Carnet frá Frakklandi, Vani Kapoor frá Indlandi og enski kylfingurinn Georgia Coughlin.
Nú verður enski kylfingurinn Rochelle Morris kynnt en hún varð ein í 60. sæti; lék á samtals 15 yfir pari, 376 höggum (73 74 76 75 78).
Rochelle Morris fæddist í Huddersfield, Yorkshire á þjóðhátíðardegi Íslendinga 17. júní 1995 og er því 24 ára.
Meðal helstu afreka á áhugamannsferli Morris er eftirfarandi:
Hún varð Faldo Series u21 meistari árið 2013 og sigraði á English County Champions Yorkshire, 2013
2014-Yorkshire County meistari
2015-Varð í 2. sæti á English Amateur og English Strokeplay
2016-Var í sveit Englands&Írlands í Curtis Cup
Arið 2017-var Morris í sveit Englands í European team championships (og tók enska sveitin gullið) og eins tók hún þátt í the Home Internationals þar sem hún sigraði í öllum 6 viðureignum sínum
Sigraði í English County Champions Yorkshire
Vann leveret Trophy
Varð T1 í Critchley Salver
Morris gerðist atvinnumaður í golfi 28. september 2017 og 2018 var hún komin á LET Access, þar sem hún mun spila enn um sinn, a.m.k. keppnistímabilið 2020.
Meðal áhugamála Morris utan golfsins er að fara í ræktina, verja tíma með vinum og matur/drykkur.
Fylgjast má með Rochelle Morris bæði á Instagram og Twitter; Instagram: @ROCHELLEMORRISGOLF Twitter: @ROCHELLEMORRIS
Sjá má gott viðtal LET Access við Morris með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
