Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: María Beautell (9/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu, þ.e.: sænski kylfingurinn Emma Westin, Anaelle Carnet frá Frakklandi, Vani Kapoor frá Indlandi og enski kylfingurinn Georgia Coughlin. Næst var kynnt sú stúlka sem varð ein í 60. sætinu, en það er Rochelle Morris frá Englandi.

Í dag verður kynnt sú stúlka sem varð ein í 59. sæti en það er franski reynsluboltinn María Beautell, en hún lék á samtals 13 yfir pari, 374 höggum (73 76 69 78 78).

María Beautell fæddist í Santa Cruz de Tenerife 13. mars 1981 og er því 39 ára eftir 4 daga.

Hún á bræður og systur (Söru Beautell), sem m.a. urðu þess valdandi að hún byrjaði í golfi.

Beautell gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 16 árum þ.e. 2004.

Árið 2017 spilaði hún á LET Access og árið eftir tryggði hún sér kortið sitt á LET 2019, með góðri frammistöðu 2018. Ekki gekk vel í fyrra á LET og því þurfti Beautell í Q-school en hafði ekki árangur sem erfiði; spilar á LET Access 2020.

Ljósmyndun er mikið áhugamál Beautell og tók hún m.a. fallega mynd af Valdísi Þóru „okkar“ Jónsdóttur, sjá hér að neðan:

Beautell hefir sagt að ef hún væri ekki atvinnukylfingur myndi hún vilja vinna sem ljósmyndari hjá National Geographic. Önnur áhugamál Beautell eru náttúran, ströndin og tónlist.

Sjá má nýlegt og ágætt viðtal LET Access við Beautell, þar sem hún er spurð út í ýmsislegt um sig með því að SMELLA HÉR: 

Í ofangreindu viðtali kemur m.a. fram að uppáhaldskylfingur Beautell er Seve.