2017 SEC Women’s Golf Championship at Greystone Legacy CC. Jimmy Mitchell/SEC
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 30. 2020 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2020: Ha rang Lee (22/65)

Á lokahring lokaúrtökumótsins fyrir LET spila 60 efstu og þær sem jafnar eru í 60. sætinu.

Í ár voru 7 stúlkur jafnar í 59. sætinu eftir 4. hring úrtökumótsins og spiluðu því alls 65 stúlkur lokahringinn og verða allar 65 kynntar, en lokastaðan í úrtökumótinu var eftirfarandi SMELLIÐ HÉR:

Dansað var úr röðinni og íslenski keppandinn, sem komst í flokk 8a, Guðrún Brá Björgvinsdóttir þegar verið kynnt, sem og enska stúlkan Rachel Drummond, sem var meðal þeirra 7 sem rétt sluppu inn á lokahringinn.

Nú verða stúlkurnar kynntar eftirleiðis eftir þeirri sætisröð sem þær lentu í á lokaúrtökumótinu. Sú sem varð í 65. sætinu, sænski kylfingurinn Isabelle Johansson hefir þegar verið kynnt. Næst voru kynntar þær sem deildu 61. sætinu og þær tvær sem deildu 57. sætinu og þær 7 sem deildu 50. sætinu.

Næst verða kynntar þær 6 af 7 stúlkum sem urðu jafnar í 43. sæti þ.e. T-43 á samtals 10 yfir pari, 371 höggum, en þetta eru þær: Rachel Drummond (hefir þegar verið kynnt); Georgia Iziemgbe Oboh frá Nígeríu; Elía Folch frá Spáni; Ha rang Lee frá Spáni; Valentine Derrey frá Frakklandi; Madelene Stavnar frá Noregi og enski áhugamaðurinn Georgina Blackman.

Georgina Blackman, Madelene Stavnar og Valentine Derrey hafa þegar verið kynntar og í dag er það Ha rang Lee sem var uppreiknað í 46. sætinu á lokaúrtökumótinu með skor upp á og spilar því ekki á Evrópumótaröð kvenna á næsta keppnistímabili, en verður líklegast að spila í nokkrum mótum á LET Access.

Ha rang Lee fæddist 23. desember 1995 og er því 24 ára.

Harang er dóttir Dae Sung Lee og Young Sook Jae og hún útskrifaðist með gráðu í neytendahagfræði (ens.: consumer economics) frá University of Georgia árið 2017.

Harang lék einmitt í bandaríska háskólagolfinu með liði Georgía háskóla.

Hún var í Georgia á golfskólastyrk (Women’s Golf Scholarship) skólaárið 2015-2016.

Hér má sjá kynningarmyndskeið með Harang Lee sem gert var eftir að ljóst var að hún væri komin með takmarkaðan spilarétt á LPGA árið 2017 – Sjá með því að SMELLA HÉR: