Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 12. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Marie Fourquier (12/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Bradley, Francesca Cuturi og Sideri Vanova.

María Beautell frá Spáni og Julie Maisongrosse frá Frakklandi hafa þegar verið kynntar og í dag verður Marie Fourquier kynnt.

Marie Fourquier fæddist í Montélimar, í Valence, Frakklandi 14. janúar 1991 og á því 26 ára afmæli eftir 2 daga þ.e. næsta laugardag.

Marie  byrjaði 7 ára að spila golf í  Golf Club de La Valdaine.

Marie gerðist atvinnumaður í golfi fyrir u.þ.b. 2 árum,  24. desember 2014.  Hún varð í 41. sæti í Lalla Aicha lokaúrtökumótinu og vann sér því inn takmarkaðan spilarétt á LET 2015.

Hún lék í 6 mótum það ár (2015); besti árangur T-61 á Helsingborg Open og nú árið 2017 er hún enn með takmarkaðan spilarétt.

Sjá má kynningarmyndskeið með Marie, sem tekið var s.l. sumar með því að SMELLA HÉR:  (því miður textinn á frönsku fyrir þá sem ekki skilja hann.)

Meðal áhugamála Marie utan golfsins eru aðrar íþróttir og þá helst tennis og rugby og bókalestur.