Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Madeleine Stavnar (58/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þá sem hafnaði í 9. sæti og hlaut fullan spilarétt á LET; en það var Madeleine Stavnar frá Noregi.

Hún lék á samtals 11 undir pari, 349 höggum (77 70 66 69 67). Madeleine verður nú kynnt.

Madeleine Stavnar fæddist í Torsberg, Noregi, 9. desember 2000 og er því aðeins 16 ára.

Hún segir fjölskyldu og þjálfara hafa haft mest áhrif á golf sitt, sérstaklega bróður sinn, Sander.

Uppáhaldskylfing sinn segir hún vera Tiger og uppáhaldsgolfvöllinn Royal St. David´s.

Madeleine gerðist atvinnumaður í golfi nýorðin 16 ára þann 1. janúar 2017.

Helstu áhugamál utan golfsins eru ræktin, tónlist, kvikmyndir að ferðast og að vera með vinunum.

Stavnar er þrátt fyrir ungan aldur komin í 807. sæti á Rolex-heimslista kvenna!

Það verður gaman að fylgjast með þessari ungu, norsku frænku okkar!!!