Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Lucy Goddard (26/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Nú erum við að kynna þá sem hafnuði í 41. sætinu; samtals 1 yfir pari, 361 höggi.

Það var enski kylfingurinn Lucy Goddard sem var ein í 41. sætinu.

Lucy Goddard fæddist 18. mars 1991 og er því 25 ára.

Lucy byrjaði að spila golf 12 ára með bróður sínum Luke, sem líka er atvinnumaður í golfi.

Þegar Lucy er ekki á golfvellinum eða á æfingasvæðinu finnst henni gaman að vatnaíþróttum, að tónlist, að vinna í ræktinni eða bæta leik sinni.

Lucy er með háskólagráðu í íþróttum og íþróttafrðum frá  University of Hertfordshire þar sem hún lagði sérstaka stund á „golf biomechanics.“

Helstu hápunktar í ferli Lucy Goddard eru eftirfarandi:

Árið 2013, sem áhugamaður sigraði Lucy á Hertfordshire County Championship  og 2014 sem sigraði hún Irish Strokeplay Championship.

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 2015 og það var líka nýliðaár Lucy á LET Access

Lucy keppti á 6 LETAS mótum 2015 og náði 4 sinnum niðurskurði. Besti árangur Lucy var á PGA Halmstad Ladies Open by Haverdal þar sem hún var í 15. sæti með hringi upp á  74, 75 og 73.

Lucy verður með takmarkaðan spilarétt á LET keppnistímabilið 2017.