Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2017 | 08:49

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Louise Larson (34/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Access og hafa aðeins takmarkaðan spilarétt; þær voru allar á samtals 1 undir pari, 359 höggum, hver.

Þetta eru þær: Kiran Matharu (72 70 69 74); Bethan Popel (73 72 68 72) og Louise Larson (71 74 69 69)

Louise Larson fæddist 30. júlí 1990 og er því 26 ára.

Hún komst fyrst á LET 2011 en þurfti aftur í Q-school 2013 og þá náði hún 4. sætinu.

Þegar Louise náði 4. sætinu á LET 2013 skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningargrein (sem er enn í góðu gildi) á Louise og má lesa hana með því að SMELLA HÉR: 

Nú keppnistímabilið 2017 er Louise því miður ein af 3 stúlkum þar sem aðeins munaði 1 höggi að þær hlytu fullan keppnisrétt á LET og verður hún því aðallega að spila á LET Access 2017.