Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 14. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Sideri Vanova (14/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Það voru 7 stúlkur sem höfnuði í 51. sæti allar á samtals 4 yfir pari, 364 höggum, en þetta eru þær: María Beautell; Marie Fourquier,Julie Maisongrosse, Elizabeth Mallett; Jessica Bradley, Francesca Cuturi og Sideri Vanova.

María Beautell frá Spáni, Julie Maisongrosse og Marie Fourquier frá Frakklandi og Francesca Cuturi frá S-Afríku hafa þegar verið kynntar og í dag verður Sideri Vanova kynnt.

Sideri Vanova er tékknesk; fæddist 18. maí 1989 og er því 27 ára.

Frá árinu 2012 hefir Vanova spilað í 2. deild kvennagolfsins í Evrópu þ.e. á LET Access.

Önnur helstu afrek hennar á golfsviðinu eru eftirfarandi:
Frá 2012, meðlimur PGAC
2013 – Tók þátt í Q school LET
2013 – 2. sæti – Academic Championship Rebubliky
2013- 1. sæti – Club Championship
2013 – 6. sæti – Hant Trophy Skalica (blandað – karlar og konur)
2011- 2. sæti Championship í golfhermum
2011- 1 extraliga
2011- 4. sæti – Europien Trophy
2011- 2. sæti Championship á golfhermum
2010- 2.sæti í Czech Extraliga
2010- 2. sæti á tékkneska Golf Tour Amater
2009- 1. sæti Team Czech Extraliga
2009- 3. sæti Europien Club Trophy
2009- 1. sæti á Memorial Hanus Goldscheider
2008- 3. sæti í röðun tékkneska Golf Tour Amater
2007- 2. sæti í sæti Tékklandi Golf Tour Amater
2007- 1. sæti á Memorial Hanus Goldscheider
2006,2007,2009 – Victory Lady Abrahams Trophy