Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 24. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Anäis Maggetti (24/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 42. sætinu; allar á samtals 2 yfir pari, 362 höggum, hver.

Þetta eru þær: Sharmila Nicollet frá Indlandi, enski kylfingurinn Amber Ratcliffe og franski kylfingurinn Emilie Alonso sem þegar hafa verið kynntar og Celine Borge frá Noregi og Anäis Maggetti frá Sviss.

Í dag verður Anäis Maggetti f kynnt.

Anäis Maggetti fæddist 9. desember 1990 og er því 26 ára. Hún veit eflaust ekki af því en hún á sama afmælisdag og einn afrekskylfinga GS, Kinga Korpak!

Anäis hefir um langt árabil verið einn fremsti kvenkylfingur Sviss.  Hún býr í Losonne í Sviss. Hún segir föður sinn hafa haft mest áhrif á sig sem kylfing.

Anäis útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði og stjórnsýslufræðum frá Scuola per Sportivi d’Elit í Tenero.

Meðal áhugamála Anäis er að vera á snjóbretti, spila tennis horfa á kvikmyndir og verja tíma með vinum.

Forgjöf Anäis áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi, 1. janúar 2012,  var + 4.0

Komast má á flotta heimasíðu Anäis til þess að fræðast nánar um hana með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Anäis með því að SMELLA HÉR: