Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2017 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elisabetta Bertini (2/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir,  hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Í dag verður sú kynnt sem varð í  65. sæti en það var Elisabetta Bertini frá Ítalíu.

Elísabetta Bertini fæddist í Torino á Ítalíu 25. mars 1989 og er því 27 ára.

Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með skólaliði Florida Atlantic University þar sem hún útskrifaðist með gráðu í alþjóða viðskiptum og verlsun og fjármálafræði. nternational Business, Trade and Finance.

Elísabetta gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2013.

Húnhefir keppt á LET Access Series, þ.e. 2. deildinni í evrópsku kvennagolfi frá árinu 2012. Besti árangur hennar kom 2013 á Fourqueux Ladies Open og á Azores Ladies Open, þar sem hún varð jöfn í 4. sæti (T-4)

Lokaskor Elísabettu á lokaúrtökumótinu í Marokkó var 9 yfir pari, 369 höggum (73 70 76 73) og hún rétt slapp inn á LET og er nú með takmarkaðan spilarétt.

Utan vallar finnst Elisabett skemmtilegast að búa til mat, ferðast, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist og fara í verslunaferðir.