Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 27. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Elina Nummenpää (27/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 34. sætinu og voru við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Access og hafa aðeins takmarkaðan spilarétt; þær voru allar á samtals sléttu pari, 360 höggum, hver.

Þetta eru þær: Elina Nummenpaa frá Finnlandi (68 71 72 74, 75) spænski kylfingurinn Silvia Banon (70 75 71 69 75), franski kylfingurinn Ines Lesucdier (69 76 70 72 73) og Charlotte Thompson (79 67 69 72  73)  og Meghan Maclaren  frá Englandi (73 67 73 75 72) frá Englandis; Angella Then frá Bandaríkjunum (75 73 71 69 72) og Nina Muehl ( 72 71 72 69 76)

Það verður byrjað á að kynna Elinu Nummenpaa frá Finnlandi.

Elina Nummenpaa  fæddist 7. september 1983 í Turku, Finnlandi og er því 33 ára.

Elina komst fyrst í gegnum Q-school Evrópumótaraðar kvenna, einmitt á Lalla Aicha móti í Marokkó árið 2013 og síðan aftur 2014 og þá var eftirfarandi kynningargrein skrifuð hér á Golf 1 um Elinu, sem enn á við í dag SMELLIÐ HÉR:

Fræðast má nánar um Elinu á flottri heimasíðu hennar – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Elinu með því að SMELLA HÉR: