Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Camille Chevalier (47/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að  kynna þær  sem höfnuðu í 18. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 3 stúlkur sem allar léku á 5 undir pari, 355 höggum, hver.

Þetta eru þær  Camille Chevalier frá Frakklandi (75 71 70 68 71); Andrea Wong frá Bandaríkjunum (70 73 63 73 76) og Vani Kapoor frá Indlandi (69 74 69 67 76)

Í dag verður byrjað á að kynna Camille Chevalier frá Frakklandi.

Camille fæddist í Marseille, Frakklandi, 19. desember 1993 og er því 23 ára.

Hún er dóttir  Laurence Chevalier og Bernard Chevalier og á einn bróður, Guillaume.

Hún lék golf með The Hoosiers í Indiana háskóla í bandaríska háskólagolfinu og má sjá afrek hennar þar með því að SMELLA HÉR: 

Uppáhaldskylfingur hennar er Rickie Fowler; uppáhaldsgolfvöllur

Uppáhaldsáhugamál Camille utan golfsins eru m.a. að vera á skíðum, að vera á seglbretti, ferðalög, að ferðast í náttúrunni og tennis.