Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Alexandra Bonetti (57/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að kynna þá sem hafnaði í 10. sæti og hlaut fullan spilarétt á LET; en það var Alexandra Bonetti frá Frakklandi.

Hún lék á samtals 10 undir pari, 350 höggi (74 71 67 69 69). Alexandra verður nú kynnt.

Alexandra Bonetti fæddist í París, Frakklandi, 26. júní 1992 og er því 24 ára.

Mestu áhrif á golfið sitt segir Bonetti foreldra sína hafa haft.

Hún segir uppáhaldskylfing sinn vera Anniku Sörenstam og uppáhaldsgolfvöll sinn vera Wentworth.

Alexandra gerðist atvinnumaður í golfi 1. nóvember 2015.

Aðaláhugamál utan golfsins eru íþróttir almennt, að spila á píanó, að ferðast og búa til mat.