Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Ainil Bakar (19/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Það voru 4 stúlkur sem höfnuði í 47. sæti allar á samtals 3 yfir pari, 363 höggum, en þetta eru þær: Saaniya Sharma, Ainil Bakar,
Nina Pegova og Chloe Williams.

Chloe Williams og Nina Pegova hafa þegar verið kynnart og í dag er það Ainil Bakar.

Ainil Bakar fæddist í Klang, Selangor, í Malasíu, 2. nóvember 1989 og er því 27 ára.

Bakar býr í Sungai Buoh, í Malasíu. Ainil segir að bróðir sinn hafi haft mest áhrif á sig í golfinu.

Ainil gerðist atvinnumaður í golfi 1. október 2010.

Hún lék á LET 2014 og spilaði í 11 mótum en árið eftir, 2015 var hún aðallega í 2. deildinni, LET Access, en aðeins í tveimur LET mótum og þar var besti árangur hennar T-14 árangur á Sanya Ladies Open.

Uppáhaldskylfingar Bakar eru Lorena Ochoa og Tiger Woods.

Bakar er í 458. sæti á Rolex-heimslista kvenkylfinga.

Áhugamál Ainil eru að ferðast, að hlusta á tónlist og badminton.