Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Lejan Lewthwaite (6/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Næst verða kynntar þær fjórar sem deildu 58. sætinu en það eru: Hana Wakimoto, Astrid Vayson de Pradenne, Jenny Lee og Lejan Lewthwaite.

Þær allrar léku á 5 yfir pari, 365 höggum.

Byrjað verður á að kynna Lejan Lewthwaite.

Lejan fæddist 12. febrúar 1991 og er því 25 ára frá Suður-Afríku. Í S-Afríku er Lejan í The Lake Club Benoni.

Hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu með Texas State, þ.e. liði Valdísar Þóru, the Bobcats árin 2011 – 2015 – sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: 

Lejan útskrifaðist með BA gráðu í  Health and Physical Education/Fitness (heilbrigðis- og líkamsræktar/fitnessfræðum), 2015.

Hún er nú komin með takmarkaðan spilarétt á LET.