Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Puk Lyng Thomsen (43/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver.

Þetta eru þær Ana Menendez frá Mexikó (70 67 73 74 72); Lauren Taylor frá Englandi (73 76 69 65 73); Frida Gustafsson Spang frá Svíþjóð (69 72 69 71 75)  og Puk Lyng Thomsen frá Danmörku (71 71 70 67 77).

Í dag verður Puk Lyng Thomsen frá Danmörku kynnt.

Puk Lyng Thomsen fæddist 1998 og er því aðeins 18 ára og með yngstu kylfingum til að komast gegnum Lalla Aicha Tour School

Puk býr í Elling á Norður-Jótlandi í Danmörku og er í Fredrikshavn Golf Club.

Strax í fyrstu tilraun er þessi efnilegi danski kylfingur kominn á LET.

Komast má á facebook síðu Puk Lyng Thomsen með því að SMELLA HÉR: