Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2016 | 20:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Emma Grechi (1/66)

Lokaúrtökumót LET fór síðan fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.

Sú heppnasta er e.tv.  sú sem varð í 66. sæti en það var áhugamaðurinn Emma Grechi frá Frakklandi.

Emma fæddist í Pessac í Frakklandi 19. janúar 1998 og er því 18 ára.

Í Frakklandi er Emma í Golf Club Margaux.

Skv. EGR ranking er hún nr. 33 á þeim lista kvenkylfinga í Evrópu.

En nú þegar í 1. tilraun er þessi ungi, franski kvenkylfingur kominn með takamarkaðan spilarétt á sterkustu mótaröð Evrópu, sem er vel af sér vikið.

Lokaskor Emmu var 10 yfir pari, 370 högg (70  75  71  74  80 ).