Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2015 | 12:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Steffi Kirchmayr (20/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 17.-34. sætinu.

Næst verða kynntar tvær stúlkur sem urðu í 15.-16. sætinu, en þær léku á samtals 2 undir pari. Þetta eru þær  Steffi Kirchmayr frá Þýskalandi og Carmen Alonso, frá Spáni.

Sú sem kynnt verður í dag er þýska stúlkan Steffi Kirchmayr.  Hún var á samtals 2 yfir pari, skorinu 358 höggum (72 72 72 69 73)

Steffi Kirchmayr fæddist  24. janúar 1985 og átti  því 30 ára stórafmæli s.l. laugardag. Steffi byrjaði að spila golf 8 ára og segir pabba sinn hafa haft mestu áhrif á golfferil sinn.

Meðal hápunkta á áhugamannsferli Steffi er að hún varð í 3. sæti á European Ladies Individual Championship árið 2006. Hún er í golflandsliði Þýskalands og varð European Team Champion árið 2009. Hún hefir tvisvar orðið Southern Conference leikmaður. Hún hlaut NCAA All- American Honorable Mention 2007-08. Besti hringur Steffi er 9 undir pari.

Steffi er með gráðu í viðskiptafræði og hótelstjórnun frá College of Charleston í Suður-Karólínu, þar sem hún spilaði með golfliði skólans í 3 og 1/2 ár. Hún vann við hótelstjórn í 1 ár áður en hún ákvað að gerast atvinnumaður í golfi. Steffi gerðist atvinnumaður í golfi í janúar 2012.

Steffi komst strax á LET 2012 og á nýliðaári sínu spilaði hún í 16 mótum en komst aðeins 6 sinnum í gegnum niðurskurð. Besti árangur hennar varð T-30 árangur á Raiffeisenbank Prague Masters. Steffi varð aðeins í 143. sæti á peningalistanum 2012 og varð því að fara aftur í Q-school í Marokko þar sem hún varð í 43. sæti.

Árið 2013 lék Steffi aðeins í 9 LET mótum og einbeitti sér aðallega að því að spila á LET Access mótaröðinni, þar sem hún tók þátt í 14 mótum. Hún varð í 7. sæti á stigalista LET Access og fékk því að spila beint á lokaúrtökumóti Lalla Aicha Tour School, þar sem hún varð glæsilega í 3. sæti.

Loks mætti geta að meðal áhugamála Steffi eru fótbolti (en Steffi er mikil stuðningskona Bayern München), sund að horfa á kvikmyndir og hlusta á tónlist.