Nýju stúlkurnar á LET 2015: Melissa Eaton (4/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.
Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.
Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.
Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.
Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á samtals 1 yfir pari, en það var skorið, sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna í ár.
Þrjár fyrstu af þessum 9 stúlkum hafa þegar verið kynntar þ.e. þær Laura Murray og Heather MacRae frá Skotlandi og Lucie André frá Frakklandi, en nú er komin röðin að kylfingnum Melissu Eaton en hún var samtals á skorinu 1 yfir pari, 361 höggi (76 76 68 68 73).
Melissa Jane Eaton fæddist 15. janúar 1985 og er því 29 ára. Hún er frá Kwa-Zulu Natal í Suður-Afríku.
Eaton byrjaði að spila golf 12 ára. Meðal áhugamála Eaton utan golfsins er að vera í ræktinni, íþróttir almennt, að vera á facebook, hjóla, að fara í friðlönd S-Afríku, að versla, taka ljósmyndir og hlusta á tónlist.
Aðspurð að einhverju sem þið vitið ekki um Melissu þá sagði hún að fæstir vissu að hún ætti tvíbura sem líka hefði verið félagi í Ernie Els Foundation (2001-2002).
Melissa Eaton spilaði með golfliði Louisiana State University í 4 ár og útskrifaðist þaðan 2007 með gráðu í markaðsfræðum. Sjá má ítarlega skrá um afrek Eaton í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:
Hér má sjá það helsta á ferli Melissu Eaton:
Hún hefir verið á LET frá árinu 2012 til dagsins í dag. Jafnframt hefir hún frá árinu 2012 spilað á LPGA og er árangur hennar þar eftirfarandi:
Árið 2012: Spilaði í 9 mótum og náði 5 sinnum niðurskurði og hlaut verðlaunafé upp á $3,853. Besti árangur Melissu var T14 árangur á the Island Resort Championship.
Árið 2013: Melissa spilaði í 14 mótum og náði niðurskurði 13 sinnum og vann sér inn verðlaunafé upp á $29,813. Hún var aðeins í 1 skipti meðal topp-10 en það var fyrsta sætið í Florida’s Natural Charity Classic.
Helstu afrek Melissu sem áhugamanns:
Hún sigraði á Junior South African Golf Under-21 Girls’ Championships.
Meðan hún var í Louisina State var hún með 10 topp-10 árangra og auk þess var hún m.a.:
• 2005 Southeastern Conference (SEC) All-Conference First Team selection.
• Þrisvar sinnum LSWA Louisiana leikmaður ársins (2005-2007).
• Þrisvar sinnum LSWA All-Louisiana First Team selection (2005-2007).
• Tilnefnd íþróttakona ársins í Louisiana (2005-2007).
• Hún sigraði 1 sinni í Collegiate Players Summer Tour í Louisiana, 2006.
• Hún var með 1 sigur, árið 2008, á Suncoast Series.
Fylgjast má með Melissu Eaton á Twitter með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
