Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2015 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Lynn Carlsson (6/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á  samtals 1 yfir pari, en það var skorið, sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna í ár.

Fimm fyrstu af þessum 9 stúlkum hafa þegar verið kynntar þ.e. þær Laura Murray og Heather MacRae frá Skotlandi,  Lucie André frá Frakklandi, og Melissa Eaton frá Suður-Afríku og Rebecca Sörensen frá Svíþjóð en nú er komin röðin löndu Sörensen þ.e. sænska kylfingnum Lynn Carlsson en hún var samtals á skorinu 1 yfir pari, 361 höggi (70 73 77 70 71).

Lynn Carlsson fæddist í Varberg, Svíþjóð, 7. maí 1995 og er því 19 ára.  Hún segist hafa byrjaði í golfi 2 ára og að helstu áhrifavaldar í golfleik hennar hafi verið pabbi hennar og Annika Sörenstam.

Carlson býr í Halmstad, í Svíþjóð.  Helstu áhugamál fyrir utan golfið eru ljósmyndun og að fara í verslunaferðir.

Carlson gerðist atvinnumaður í golfi 2013.  Árið 2014 var Carlson komin á LET ACCESS og spilaði í 9 mótum, en í 5 af þeim varð hún meðal efstu 20.

Besti árangur Carlson árið 2014  var á Onsjo Ladies Open, en þar varð hún í 2. sæti á eftir löndu sinni  sem sigraði, þ.e. Linu Boqvist.  Lægsti hringur Carlson á keppnistímabilinu 2014 var hringur upp á 68 þ.e. 4 undir pari í the Onsjo Ladies Open á 3. hring.

Sá má kynningu LET Access á Carlson með því að SMELLA HÉR: