Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 27. 2014 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Laura Murray (1/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Meðal þátttakenda voru tveir Íslendingar þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og komust þær ekki í gegn að þessu sinni.

Hér í næstu 34 greinum verða kynntar þær 34 stúlkur sem munu spila á Evrópumótaröð kvenna á næsta ári 2015 og fengu keppnisrétt á mótaröðinni í gegnum lokaúrtökumótið.

Byrjað verður að kynna þær 9 stúlkur sem urðu í 26.-34. sætinu; allar á  samtals 1 yfir pari, en það var skorið í ár sem þurfti til að komast inn á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET).

Fyrst verður Laura Murray frá Skotlandi kynnt en hún var samtals á skorinu 1 yfir pari, 361 höggi (79 73 72 70 67).

Laura Murray fæddist 8. ágúst 1988 í Aberdeen í Skotlandi. Hún býr í Atford, Aberdeenskíri og æfir golf í Paul Lawrie Golf Center.

Laura byrjaði að spila golf 10 ára efitr að hún smitaðist af golfbakteríunni þegar golf var kynnt í skólanum hjá henni. Hún spilaði upp frá því í  the county girls medals í hverri viku og það hjálpaði henni að vaxa sem leikmanni. Áður en Laura vissi af var hún komin í kvennagolflandslið Skotlands. Árið 2012 var hún hæst rankaði skoski kvenkylfingurinn.

Laura var í Robert Gordon University árið 2006 og tók þar BSC gráðu í íþróttafræðum (ens.: Sport and Exercise Science). Að sögn naut hún námsins í botn, en þar fékk hún mikinn stuðning við keppnisgrein sína, golfið.

Paul Lawrie talaði við Lauru 2010 og bauð henni tækifæri að ganga til liðs við stofnun hans. En það sagði hún hafa verið frábært að njóta stuðnings Paul Lawrie Foundation.  Jafnframt því að styðja Lauru fjárhagslega veitir Paul henni ráð um golfleik hennar, allt frá útbúnaði til almennra ráðlegginga sem byggja á áralangri reynslu hans.

approached me in 2010, offering me the chance to join his foundation. It’s fantastic to have the support of the Paul Lawrie Foundation. As well as financial backing, Paul gives me advice on my game, equipment and general advice from his years of experience.

Helstu afrek Lauru Murray eru eftirfarandi:

 2013

  • Sigurvegari á Paul Lawrie Scottish Ladies Open Tour
  • Varð Tunisia Golf Festival Champion
  • Var á Topp 10- í Norrporten Ladies Open, í Svíþjóð á  European Access Tour

2012

  • Scottish Ladies Order of Merit meistari
  • Skoskur meistari í holukeppni
  • St Rule Trophy meistari
  • Fulltrúi Skotlands í World Amateur Championship

2011

North of Scotland Ladies meistari

2010

  • St Rule Trophy meistari
  • Hlaut bronsið í European Ladies Team  Championship
  • Sigurvegari í Ladies Home International Champions