Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 22. 2015 | 12:30

Nýju stúlkurnar á LET 2015: Elisa Serramia (18/34)

Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.

Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.

Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.

Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.

Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 19.-34. sætinu.

Næst verða kynntar tvær stúlkur sem urðu í 17.-18. sætinu, en þær léku á samtals 1 undir pari. Þetta eru þær  Elísa Serramia frá Spáni og Csilla Lajtai Rózsa, sem sú fyrsta frá Ungverjalandi, sem spilar á LET.  Rózsa hefir nú þegar verið kynnt.

Sú sem kynnt verður í dag er spænska stúlkan Elisa Serramia.  Hún var á samtals 1 yfir pari, skorinu 359 höggum (71 76 69 71 72) í lokaúrtökumótinu.

Elisa Serramia fæddist 7. september 1984 í Barcelona á Spáni og er því 30 ára.

Hún hefir spilað golf frá 7 ára aldri.

Hún sigraði British Ladies Amateur Golf Championship, árið 2003. Elísa varð í 2. sæti á 2004 European Amateur Championship. 2004 en sigraði International Tournament of France. 2004. Þetta ár, 2004, gerðist Elísa atvinnumaður í golfi.

Fyrst spilaði Serramia á Evrópumótaröð kvenna (LET) og var m.a. valin nýliði ársins 2005.

Frá ársbyrjun 2009 spilaði Elísa í Bandaríkjunum á Futures Tour og síðan komst hún í fyrstu tilraun sinni á LPGA 2012. Það gekk ekkert allt of vel hjá nýliðanum Serramía á LPGA og árið 2013 var Serramía komin á Symetra Tour (2. deild LPGA). Það ár, 2013, spilaði Serramia í 15 mótum og náði 8 sinnum niðurskurði á Symetra Tour.

Elísa spilaði einnig í 20 mótum á Symetra 2014 og komst 9 sinnum í gegnum niðurskurð.  Hún reyndi fyrir sér á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA en hafnaði í 169. sæti og ljóst að hún spilar ekki á LPGA.

Hún tryggði sér hins vegar í kjölfarið fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni LET og mun því keppa í Evrópu 2015.

Loks mætti geta að meðal helstu áhugamála Elísu Serramía er lestur góðra bóka, kvikmyndir, að fara í verslunarferðir og að fara á ströndina.