Nýju stúlkurnar á LET 2015: Csilla Lajtai Rózsa (17/34)
Þann 17.-21. desember 2014 fór fram lokaúrtökumót fyrir Evrópumótaröð kvenna í Samanah Al Maaden golfklúbbnum í Marokkó.
Nánar tiltekið 2015 Lalla Aicha Tour School Final Qualifying eins og mótið heitir á ensku.
Meðal þátttakenda á lokaúrtökumótinu í ár voru tveir íslenskir kvenkylfingar Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, en þær komust því miður ekki í hóp þeirra sem hlutu keppnisrétt á LET 2015.
Golf 1 mun, eins og undanfarin ár kynna allar stúlkur sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna (ens. Ladies European Tour skammst. LET) í gegnum lokaúrtökumótið, en í þetta sinn voru þær 34.
Nú hafa allar stúlkur verið kynntar sem urðu í 19.-34. sætinu.
Næst verða kynntar tvær stúlkur sem urðu í 17.-18. sætinu, en þær léku á samtals 1 undir pari. Þetta eru þær Elísa Serramia frá Spáni og Csilla Lajtai Rózsa, sem sú fyrsta frá Ungverjalandi, sem spilar á LET.
Sú sem kynnt verður í dag er ungverska stúlkan Csilla Lajtai Rózsa. Hún var á samtals 1 undir pari, skorinu 359 högg (74 71 75 66 73)
Csilla Lajtai Rózsa fæddist í Budapest, Ungverjalandi 14. janúar 1997 og er því nýorðin 18 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára þegar golfvöllur opnaði aðeins 10 mínútum frá þeim stað sem hún bjó.
Hún segir að aðeins séu um 6-7 golfvellir í Ungverjalandi en 5 þeirra séu 18 holu.
Meðal afreka Csillu 2013 var að sigra á unglinga- og áhugamannamótum í Ungverjalandi. Eins sigraði Csilla á the Harder German Junior Girls og the FCWT at Champions Gate. Csilla var einnig í sigurliði Meginlands Evrópu í Junior Vagliano Trophy. Eins er Csilla í kvennagolflandsliði Ungverjalands.
Csilla segir að golfíþróttinni sé að vaxa ásmegin í Ungverjalandi og það sé fullt af fólki sem sé að reyna að deila ástríðu sinni fyrir golfið.
Csilla er í Royal Balaton golfklúbbnum heima í Ungverjalandi.
Til þess að kynnast Csillu nánar má sjá nýlegt viðtal LET Access við hana með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

