Nýju stúlkurnar á LET 2014: Lucy Andrè (8/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).
Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.
Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi: Hannah Ralph, Lucy Andre, Nina Muehl og Karolin Lampert.
Þýski kylfingurinn Karolin Lampert og austurríski kylfingurinn Nina Muehl hafa, þegar verið kynntar og nú verður haldið áfram sem frá var horfið og franski kylfingurinn Lucy Andre kynnt, en hún varð í 24. sæti og er komin á Evrópumótaröð kvenna 2014. Lokaskor Lucy var 74 73 74 71 69.
Þess ber fyrst að geta að Lucy Andre á sama afmælisdag og Nina Muehl, báðar eru fæddar 17. janúar, en Muehl er þó árinu eldri fædd 1987 meðan Andre er fædd 1988 og því 25 ára. Fæðingarstaður Lucy André er Bourg-en-Bresse í Frakklandi.
Lucy byrjaði að spila golf 11 ára með foreldrum sínum. Hún er í Mionnay golfklúbbnum í Bourg en Bresse, í Frakklandi. Þjálfari hennar er Karine Mathiot.
Meðal hápunkta áhugamannaferils Lucy er að hún var efst á heimslista áhugamanna 2009 þ.e. af kvenkylfingum og hún sigraði á Spanish International það ár (2009). Lucy var efst af áhugamönnum á LET Access Series árið 2010; Hún varð í 16. sæti á Open de France Feminin, 2010 og sama ár (2010) vann hún German International.
Lucy gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2011. Frá þeim tíma hefir hún spilað á Evrópumótaröð kvenna, LET. Nýliðaárið hennar var besti árangur Lucy 4. sætið á Lacoste Ladies Open de France í Paris International Golf Club. Hún varð í 67. sæti á peninglistanum það ár með verðlaunafé upp á €33,264.75 úr 14 mótum.
Árið 2012 spilaði Lucy í 19 mótum og var besti árangurinn T14 í Allianz Ladies Slovak Open. Lægsta skor Lucy er 65. Keppnistímabilið 2013 gekk ekki að óskum og því varð Lucy að fara í Lalla Aicha Tour School í Marokkó þar sem hún tryggði sér áframhaldandi veru á LET 2014!
Meðal áhugamála Lucy er að spila tennis, hlusta á tónlist og verja tíma með vinum og fjölskyldu og horfa á kvikmyndir.
Hér má sjá viðtal við Lucy sem tekið var nýliðaár hennar á LET (2011) SMELLIÐ HÉR:
Fá má allar nánari upplýsingar um Lucy á vefsíðu hennar með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
