Ragnheiður Jónsdóttir | september. 14. 2012 | 11:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (20. grein af 34): Liebelei Elena Lawrence

Næstu 7 dagana verða kynntar þær 7 stúlkur sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu.  Þetta eru þær: Liebelei L. Lawrence; Jennie Y. Lee; Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell.

Byrjað verður á því að kynna Liebelei E. Lawrence frá Luxembourg.

Liebelei er með tvöfalt ríkisfang, hún er grískur og bandarískur ríkisborgari, en býr í Luxembourg.

Hún fæddist 28. mars 1986 í Aþenu í Grikklandi og er því 26 ára. Hún fluttist frá Aþenu til Luxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Liebelei byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf.

16 ára fluttist Liebelei til Flórída til þess að vera í golfskóla og fékk inni í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Í öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla.

Eftir útskrift ætlaði hún sér í atvinnumennskuna í golfi en í stað þess vann hún fyrst um sinn sem sölumaður, viðburðarskipuleggjandi og í markaðsmálum fyrir fyrirtæki sem seldi íþróttafatnað. Eftir 10 mánuði í starfi  gerðist hún atvinnumaður í golfi.

Hún er sú fyrsta á LET til að keppa f.h. Grikklands og koma frá Luxembourg og hlaut kortið sitt fyrst 2010, er hún varð í 19. sæti Q-school.

Meðal áhugamála Liebelei eru skokk. skíði, yoga, pilates, að lesa og ferðast.

Hún talar reiprennandi 5 tungumál: grísku, ensku, lúxembúrgísku, frönsku og þýsku.

Heimild: LET