Nýju stúlkurnar á LET 2012 (20. grein af 34): Liebelei Elena Lawrence
Næstu 7 dagana verða kynntar þær 7 stúlkur sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga nú fyrr á árinu. Þetta eru þær: Liebelei L. Lawrence; Jennie Y. Lee; Charlotte L. Ellis; Kendall R. Dye; Sahra Hassan; Elena M. Giraud og Maria Beautell.
Byrjað verður á því að kynna Liebelei E. Lawrence frá Luxembourg.
Liebelei er með tvöfalt ríkisfang, hún er grískur og bandarískur ríkisborgari, en býr í Luxembourg.
Hún fæddist 28. mars 1986 í Aþenu í Grikklandi og er því 26 ára. Hún fluttist frá Aþenu til Luxembourg, þegar hún var 3 ára gömul. Liebelei byrjaði að spila golf 10 ára gömul og er í dag með 1,6 í forgjöf.
16 ára fluttist Liebelei til Flórída til þess að vera í golfskóla og fékk inni í Vanderbilt University í Nashville Tennessee á golfstyrk, þar sem hún spilaði golf í 4 ár (2004-2008). Í öll árin var hún „Letter Winner“ og spilaði á 2. „teem All-Sec“ á lokaári sínu í háskóla.
Eftir útskrift ætlaði hún sér í atvinnumennskuna í golfi en í stað þess vann hún fyrst um sinn sem sölumaður, viðburðarskipuleggjandi og í markaðsmálum fyrir fyrirtæki sem seldi íþróttafatnað. Eftir 10 mánuði í starfi gerðist hún atvinnumaður í golfi.
Hún er sú fyrsta á LET til að keppa f.h. Grikklands og koma frá Luxembourg og hlaut kortið sitt fyrst 2010, er hún varð í 19. sæti Q-school.
Meðal áhugamála Liebelei eru skokk. skíði, yoga, pilates, að lesa og ferðast.
Hún talar reiprennandi 5 tungumál: grísku, ensku, lúxembúrgísku, frönsku og þýsku.
Heimild: LET
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
