
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (2. grein af 34): Hannah Burke
Hannah Burke er ein af þeim 6 sem deildu 29. sæti á lokaúrtökumóti Q-school LET 2012 og þ.a.l. ein af þeim 6, sem varð að fara í bráðabana til að fá úr því skorið hver hlytu síðustu tvö kortin á LET fyrir keppnistímabilið 2012, þ.e. fyrir 29. og 30. sæti, en aðeins 30 efstu af 101 stúlku sem þátt tók í lokaúrtökumótinu hlaut kortið sitt í flokki 8a og þar með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröð kvenna.
Hannah var þar áður búin að sigra í undarúrtökumótinu, þ.e. í B-hóp á 1. stiginu, sem Tinna „okkar“ Jóhannsdóttir tók þátt í. Lokaskor Hönnuh þar var 11 undir pari (74, 69, 67, 67). Sjá úrslit í B-hóp á 1. stiginu með því að SMELLA HÉR:
En hver er Hannah að öðru leyti? Hannah Burke fæddist 28. mars 1988 í London og er því 24 ára. Hún hefir spilað golf frá því hún var 10 ára. Burke spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Baylor 2006 -2010 og á sama tíma var hún í enska landsliðinu. Árið 2010 var hún í 7. sæti yfir áhugamenn í Evrópu og lauk ferlinum í bandaríska háskólagolfinu, sem sú 37. besta í háskólagolfinu yfir öll Bandaríkin. Hún var í liði Englands í European Team Championships og á heimsmótinu í Argentínu, þar sem skorið hennar skipti sköpum fyrir árangur liðsins.
Eftir fyrsta ár sitt í Bandaríkjunum voru Burke veitt nýliðaverðlaun, en hún var m.a. sú sem réði úrslitum í því að lið hennar komst í svæðiskeppnina (ens.: regionals) í Michigan. Hún vann fyrsta einstaklingstitil sinn í bandaríska háskólagolfinu í Wolfdancer mótinu, haustið 2007.
Árið 2011 gerðist Hannah atvinnumaður og ávann sér keppnisrétt á LPGA Futures Tour. Engu að síður spilaði hún í Q-school LET í janúar á þessu ári til þess að öðlast aukinn keppnisrétt – og rétt missti af fullum keppnisrétti á LET í umspilinu.
Til þess að komast á heimasíðu Hönnuh Burke SMELLIÐ HÉR:
Hannah Burke er með sína eigin fatalínu og til þess að sjá hana SMELLIÐ HÉR:
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023