Nýju stúlkurnar á LET 2012 (14. grein af 34): Sophie Walker
Á næstu dögum verða kynntar þær stúlkur sem urðu í 19. sæti Q-school LET á La Manga golfvellinum á Spáni fyrr á árinu. Þær sem deildu 19. sætinu eru enska stúlkan Sophie Walker, bandaríska stúlkan Meaghan Francella og Tandi Cunningham frá Suður-Afríku.
Byrjað verður á Sophie Walker. Í Q-school var skor hennar á hringjunum fimm 365 högg (75 70 77 69 74) og það dugði í 19. sætið og spilar Sophie á LET nú í ár, sem 4 árin þar á undan.
Sophie fæddist í Grimsby 9. ágúst 1984 og er því nýorðin 28 ára. Hún segist fyrst hafa haldið á golfkylfu 18 mánaða. Það var pabbi hennar sem var forfallinn kylfingur sem dró Sophie með sér á golfvöllinn. Sem lítil stelpa segist hún oft hafa setið í golfvöruversluninni að mála myndir meðan pabbi hennar var að spila golf og taldi gulu golfboltana, sem var nokkuð sem golfvallarstarfsmennirnir fengu henni að gera meðan hún dreifði tímanum.
Fljótlega var hún komin í fyrstu golftímana sína en segist sem barn hafa verið í öllum íþróttum sem hún komst í, en auk golfsins var hún í tennis, í fótbolta og sundi.
Þegar Sophie var 13 ára var hún farin að keppa fyrir skírið sitt á Englandi sem er Lincolnshire og 15 ára var hún komin í enska landsliðið og segist hafa elskað allt í sambandi við það, félagsskapinn og jafnvel bleiku búningana.
Sophie stundaði námi við Loughborough University. Meðal hápunkta í ferli Sophie á þeim tíma var að verða enskur meistari í höggleik 2003. Sophie gerðist atvinnumaður í golfi í október 2006 og fékk strax kortið sitt á LET og hefir haldið því allar götur síðan, með einstaka ferðum í Q-school. Keppnistímabilið 2012 er það 5. sem Sophie spilar á LET og hún segist finna sig og elskar að hafa atvinnu af því að spila íþrótt sem hún elskar svo mikið sem golfið.
Komast má á heimasíðu Sophie Walker með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
