Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 11. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Robby Shelton (24/50)

Nú á bara eftir að kynna þá tvo sem voru efstir á Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið: Carl Yuan, sem sigraði og Robby Shelton, sem varð í 2. sæti.

Byrjað verður á að kynna Robby Shelton.

Robert Shelton IV fæddist 25. ágúst 1995 í Mobile, Alabama og er því 27 ára.

Hann er 1,83 m á hæð og 86 kg.

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu 2013-2016 með golfliði University of Alabama, en þegar hann var næstefstubekk- ingur (ens: junior) gerðist hann atvinnumaður í golfi (þ.e. 2016).

Hann var í Walker Cup liði Bandaríkjanna, 2015 og var þar með 2-1 árangur. Hann var einnig í liði Bandaríkjanna í Palmer Cup 2014 og 2015.

Sem áhugamaður varð hann T-3 á Barbasol Championship, 2015, á  PGA Tour. Þetta var besti árangur áhugamanns í móti á PGA mótaröðinni frá árinu 1991(Phil Mickelson). Shelton ávann sér þátttökurétt á Opna bandaríska 2014, en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Shelton sigraði á Southern Hills Plantation á Swing Thought Tour í febrúar 2017, sem var fyrsti sigur hans sem atvinnumanns. Hann sigraði einnig á GolfBC Championship, sem var mót á PGA Tour Canada, 18. júní það ár og varð síðan í 2. sæti á peningalista mótaraðarinnar sem tryggði honum kortið hans á Web.com Tour (nú: Korn Ferry Tour).

Á Korn Ferry Tour hefir Shelton sigrað 4 sinnum, þ.á.m. tvívegis 2022, sem nú er búið að tryggja honum kortið á bestu mótaröð karlkylfinga í heiminum, PGA Tour í annað sinn.  Áður komst hann á PGA Tour eftir að hafa sigrað tvívegis 2019 á Korn Ferry.

Shelton IV býr í Birmingham, Alabama.