Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Robby Shelton (24/50)
Nú á bara eftir að kynna þá tvo sem voru efstir á Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið: Carl Yuan, sem sigraði og Robby Shelton, sem varð í 2. sæti.
Byrjað verður á að kynna Robby Shelton.
Robert Shelton IV fæddist 25. ágúst 1995 í Mobile, Alabama og er því 27 ára.
Hann er 1,83 m á hæð og 86 kg.
Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu 2013-2016 með golfliði University of Alabama, en þegar hann var næstefstubekk- ingur (ens: junior) gerðist hann atvinnumaður í golfi (þ.e. 2016).
Hann var í Walker Cup liði Bandaríkjanna, 2015 og var þar með 2-1 árangur. Hann var einnig í liði Bandaríkjanna í Palmer Cup 2014 og 2015.
Sem áhugamaður varð hann T-3 á Barbasol Championship, 2015, á PGA Tour. Þetta var besti árangur áhugamanns í móti á PGA mótaröðinni frá árinu 1991(Phil Mickelson). Shelton ávann sér þátttökurétt á Opna bandaríska 2014, en komst ekki í gegnum niðurskurð.
Shelton sigraði á Southern Hills Plantation á Swing Thought Tour í febrúar 2017, sem var fyrsti sigur hans sem atvinnumanns. Hann sigraði einnig á GolfBC Championship, sem var mót á PGA Tour Canada, 18. júní það ár og varð síðan í 2. sæti á peningalista mótaraðarinnar sem tryggði honum kortið hans á Web.com Tour (nú: Korn Ferry Tour).
Á Korn Ferry Tour hefir Shelton sigrað 4 sinnum, þ.á.m. tvívegis 2022, sem nú er búið að tryggja honum kortið á bestu mótaröð karlkylfinga í heiminum, PGA Tour í annað sinn. Áður komst hann á PGA Tour eftir að hafa sigrað tvívegis 2019 á Korn Ferry.
Shelton IV býr í Birmingham, Alabama.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
