Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Estanislao Goya (32/50)

Í dag verður Estanislao Goya kynntur, en hann varð í 19. sæti á Korn Ferry Finals og ávann sér þannig kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2023-2024.

Estanislao eða Tano eins og hann er alltaf kallaður fæddist 1. júní 1988 í Alta Gracia, Córdoba,  í Argentínu og er því 35 ára.

Hann átti þekkta kærustu, dóttur fyrrum rótara Bítlanna, Carly Booth, sem spilaði á LET. Hann hélt sig við enskar stúlkur, kvæntist  öðrum fyrrum LET kylfingi, Henni Zuël og voru þau gift í 4 ár (2015-2018).

Tano er 1,82 m á hæð og 77 kg og gerðist atvinnumaður í golfi 2007.

Hann á í beltinu 8 sigra á hinum ýmsu mótaröðum þ.á.m 1 sigur á Evróputúrnum:  Madeira Islands Open BPI – Portugal, en sá sigur kom 22. mars 2009.

Nú spilar Tano Goya á PGA Tour keppnistímabilið 2023-2024.