Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 21. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Matti Schmid (29/50)

Í dag verður kynntur til sögunnar sá sem varð í 22. sæti á Korn Ferry Tour Finals og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2023-2024.

Það er Matti Schmid.

Matthias (Matti) Schmid er fæddur 18. nóvember 1997, í Regensburg, Þýskalandi og er því 25 ára.

Hann er 1,93 m á hæð.

Sem áhugamaður sigraði hann m.a. á Bavarian Mens Championship árið 2017.

Schmid spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Louisville, þ.e. „The Louisville Cardinal,“ 2017-2021. Á háskólaárum sínum sigraði hann m.a. í The Old Town Club Collegiate, árið 2018.

Hann sigraði á the European Amateu,  bæði árin 2019 og 2020 og stóð sig best áhugamanna á Opna breska árið  2021, komst í gegnum niðurskurð og varð T-59.

Eftir árangurinn góða á Opna breska 2021 gerðist Schmid atvinnumaður í golfi og var boðið að spila vikuna á eftir á the Cazoo Open í Celtic Manor Resort, Wales. Í september varð hann í 2. sæti á Dutch Open, 3 höggum á eftir sigurvegaranum, Svíanum Kristoffer Broberg. Í desember 2021 var Schmid útnefndur Sir Henry Cotton nýliði ársins 2021 á Evróputúrnum.

Schmid keppti áfram á Evróputúrnum árið 2022. Í mars 2022 varð hann T-3 á , Steyn City Championship í S-Afríku. Annar hápunktur var 8. sætið á Barbasol Championship í Kentucky og 9. sætið á the Cazoo Open í Wales.

En nú er Schmid sem sagt kominn með kortið sitt á PGA Tour eftir að hafa náð 21. sætinu á Korn Ferry Tour Finals.