Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 13. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Carl Yuan (25/50)

Í dag verður kynntur sá sem var efstur, þ.e. í 1. sæti  eftir reglulega tímabilið á Korn Ferry Tour, Carl Yuan.

Hinn daginn verður síðan byrjað að kynna hina 25, sem hlutu kortið sitt á PGA Tour 2024 vegna góðrar frammistöðu á Korn Ferry Tour Finals.

Carl Yuan m.ö.o Yuan Yechun, er fæddur 21. mars 1997 í Dalían, Kína og því 24 ára.

Carl Yuan er 1,78 á hæð og 88 kg.

Sem áhugamaður í golfi í Kína sigraði Carl Yuan m.a. í:

2013 Junior All-Star at Mission Inn, Scott Robertson Memorial, Beijing Junior Open
2015 China Team Championship

Hann spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Washington. Á háskólaárum sínum sigraði hann m.a.  á Pacific Northwest Amateur árið 2016.

Árið 2018 keppti Carl Yuan í Asíuleikunum og varð í 10. sæti í einstaklingskeppninni en tók silfur í liðakeppninni ásamt þeim Jin Cheng, Chen Yilong, og Zhang Huachuang.

Árið 2020 keppti Carl Yuan fyrir Kína í Sumarólympíuleikunum og varð í 38. sæti.

Carl Yuan er m.a. þekktur fyrir óvenjulegan golfstíl sinn, m.a. fyrir óvenjulegt „follow trough“.

Carl gerðist atvinnumaður í golfi 2018 og spilaði fyrst á kínversku PGA mótaröðinni, þar sem hann sigraði á Qingdao Championship.

Frá árinu 2019 hefir Carl Yuan spilað á Korn Ferry Tour. Þar átti hann m.a. 3, 2. sætis árangra þ.e. á: 2020 Pinnacle Bank Championship, 2020 WinCo Foods Portland Open, and 2021 Simmons Bank Open.

Þann 20. mars 2022 sigraði Carl Yuan á Chitimacha Louisiana Open, sem ásamt öðrum góðum úrslitum á Korn Ferry tryggðu honum efsta sæti á stigalistanum eftir reglulega tímabilið með þeim árangri að hann spilar nú á PGA Tour.

Yuan býr við Lake Mary í Flórída.

Uppfært:

Eftir 2023 tímabilið var Carl Yuan í 126. sæti á FedEx Cup stigalistnum, en hlaut að nýju kortið sitt á PGA Tour eftir að Jon Rahm gekk til liðs við  LIV Golf og spilaði því 2024 tímabilið á PGA Tour.