Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2023 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2023: Brice Garnett (28/50)

Í dag verður kynntur til sögunnar sá sem varð í 23. sæti á Korn Ferry Tour Finals og tryggði sér þar með kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2023-2024.

Það er Brice Garnett.

Brice Garnett er fæddur 6. september 1993 og er því 29 ára.

Hann er 1,8 m á hæð og 79 kg.

Garnett spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Missouri Western State University, þar sem hann varð þrívegis NCAA Division II All-American.

Garnett gerðist atvinnumaður árið 2006.

Hann spilaði á the Adams Pro Tour á árunum 2007 -2009.

Á árunum 2010-2013 spilaði Garnett á Web.com Tour (undanfara Korn Ferry Tour). Hann bætti stöðu sína á peningalistanum með hverju árinu uns hann varð í 14. sæti árið 2014, en þá hlaut hann í fyrsta sinn kortið sitt á PGA tour.

Á nýliðaári sínu á PGA Tour komst hann 20 sinnum gegnum niðurskurð í þeim 28 mótum sem hann spilaði í og var besti árangurinn T-7 á  Shell Houston Open.

Hann var eini nýliðinn auk, Chesson Hadley, til þess að fá að spila á  FedEx Cup Playoffs árið 2014.

Árið 2016 varð Garnett í 177. sæti á PGA Tour og varð að fara í Qualifying school til þess að öðlast þátttökurétt á Web.com Tour 2017. Hann varð T-19 og sigraði síðan í tveimur mótum 2017 og hlaut síðan aftur kortið sitt á PGA Tour með því.

Garnett sigraði í fyrra skiptið á PGA Tour 2018 (Corales Puntacana Resort and Club Championship) og nú á PGA Tour tímabilinu 2023-2024, en hann öðlaðist einmitt spilarétt á PGA Tour vegna 23. sætis síns í Korn Ferry Finals. PGA Tour mótið sem hann sigraði á 2024 var Puerto Rico Open og það tryggir honum spilarétt á PGA Tour keppnistímabilið 2024- 2025.