Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2019 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Michael Thompson (28/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó. Í dag verður sá þriðjheppnasti kynntur en það er Michael Thompson.

Michael Hayes Thompson fæddist 16. apríl 1985 í Tucson, Arizona og er því 33 ára.

Á háskólaárum sínum var Thompson í University High School í Tucson, Arizona frá 1999 til 2003. Meðan hann var þar vann hann Class 4A state team championship árið 2003 og var valinn Arizona High School State kylfingur ársins 2002 og 2003. Thompson var í Tulane University tvö keppnis-tímabil þar til að golfliðið leystist upp vegna hvirfilbylsins Katrina. Thompson flutti sig þá yfir í University of Alabama. Meðan hann var í golfliði Alabama var Thompson valinn SEC kylfingur ársins 2008.

Thompson spilaði í úrslitunum í US Amateur 2007 en tapaði fyrir Colt Knost 2 & 1. En þessi árangur varð til þess að honum var boðið að taka þátt í the Masters 2008 og US Open 2008. Hann komst ekki í gegnum niðurskurð á the Masters, en var sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á US Open í Torrey Pines, þar sem hann lauk keppni á 9 yfir pari, 292 höggum og varð í 28. sæti. Í vikunni á eftir var honum boðið að spila á the Travelers Championship, þar sem hann komst í gegnum niðurskurð og var á samtals 3 undir pari, 277 höggum og varð T-58.

Thompson var 1 viku hæst „rankaði“ kylfingurinn á World Amateur Golf Ranking áður en hann gerðist atvinnumaður í júlí 2008. Árið 2010 spilaði Thompson á the Hooters Tour, og þar var hann útnefndur Hooters Tour kylfingur ársins 2010.

Í Q-school PGA Tour 2010 varð Thompson T-16 og því hlaut hann keppnisrétt á PGA Tour 2011. Besti árangur hans 2011 var 3. sætið á McGladrey Classic mótinu.

Thompson fór í úrtökumót til þess að komast á US Open 2012 og þar var hann í forystu eftir 1. dag, sem segir.

Michael Thompson er kvæntur Rachel sinni (sem líka bar ættarnafnið Thompson og það áður en þau giftu sig). Hún er doktor í íþróttafræðum og útskrifaðist úr hinum virta Emory University. Hún var kaddý fyrir Thompson m.a. þegar hann sigraði á Hooters Tour. Þau tvö kynntust meðan Michael var í Tulane University.

Michael Thompson á 1 sigur í beltinu á PGA Tour en hann kom 3. mars 2013.

Hann spilaði á Web.com Tour Finals og varð tvívegis meðal efstu 25 og varð því í 23. sæti yfir þá sem hlutu hæsta verðlaunaféð og þar með kortið sitt á PGA Tour 2019. Verðlaunafé Thompson var $ 45,466.