Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Cameron Tringale (30/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.
Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó obandaríski kylfingurinn Michael Hayes Thompson.
Sá sem varð í 21. sæti á Web.com Tour Finals og sá sem kynntur verður í dag er Cameron Tringale.
Cameron Tringale fæddistí Mission Viejo, Kaliforínu, 24. ágúst 1987 og er því 31 árs.
Tringale er 1,88 m á hæð.
Hann býr í Laguna Niguel, í Kaliforniu.
Cameron á yngri systur og eldri bróður, Jon, sem spilaði golf með golfliði San Jose State.
Ýmsir fróðleiksmolar um Tringale:
Uppáhaldsháskólalið er Georgia Tech. Uppáhaldsatvinnumannalið er the Los Angeles Lakers.
Uppáhaldsfrístaður er hvaða staður þar sem Tringale kemst á snjóbretti.
Þegar hann var yngri langaði Tringale til þess að verða leikari.
Meðal þess sem Tringale langar til að gera er fallhlífarstökk og að hlaupa í maraþoni.
Meðal áhugamála Tringale er að vera á snjóbretti, sjóbretti eða fjallgöngur.
*******
Tringale útskrifaðist frá Mission Viejo High School árið 2005 tók síðan þátt í bandaríska háskólagolfinu; spilaði með golfliði Georgia Tech. Hann sigraði m.a. á Atlantic Coast Conference championship sem busi (ens.: freshman).
Tringale tók þátt í U.S. Amateur Championship 2007, þar sem hann datt úr keppni í 1. umferð þessarar holukeppni.[1] Hann tók þátt aftur 2009 og komst í 3. umferð í þetta sinn.
Tringale er þrefaldur NCAA All-American, og vann sér inn second-team honors árin 2006 og 2007, og náði að spila með liði nr. 1 árið 2009, sem efstubekkingur. Hann komst í gegnum úrtökumót 2009 fyrir Opna bandarísak, en náði ekki niðurskurði í risamótinu sjálfu.
Tringale gerðist atvinnumaður í golfi 2009 og hefir verið á PGA Tour frá árinu 2010 eftir að hafa orðið T-19 í Q-school.
Tringale hefir tekið þátt í ýmsum liðakeppnum: 2009 var hann í liði Bandaríkjanna í Walker og Palmer Cup.
Tringale sigraði 2015 í Franklin Templeton Shootout [með Jason Day] – Sem einstaklingur er besti árangur Tringale 2. sætið á Zurich Classic of New Orleans, sama ár þ.e. 2015.
Besti árangur í risamóti er T-38 árangur í Masters árið 2015.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
