Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2018 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Alex Prugh (8/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Fyrst verður byrjað að kynna þá 25 sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og verður nú kynntur sá sem varð í 18. sæti peningalistans, Alex Prugh. Eftir að efstu 25 á peningalista Web.com Tour hafa verið kynntir verða þeir 25 kynntir sem urðu efstir á Web.com Finals.

Alex Prugh fæddist 1. september 1984 í Spokane, Washington og er því 34 ára.  . Prugh var í Joel E. Ferris menntaskólanum, þar sem hann var í golfliðinu. Hann spilaði síðar í bandaríska háskólagolfinu með University of Washington, þar sem hann var þrefaldur varsity Pac-10-All-Conference. Árið 2010 kvæntist Alex núverandi konu sinni, Katie.

Katie og Alex Prugh

Atvinnumannsferill

Frá því að Prugh gerðist atvinnumaður árið 2007 hefir hann varið mestum tíma við golfleik á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) þar sem hann hefir sigrað 1 sinni þ.e. á Michael Hill New Zealand Open, árið 2009.

Árið 2009 varð Prugh í 16. sæti á peningalista Nationwide Tour og vann sér í fyrsta sinn keppnisrétt á PGA Tour 2010. Aðeins í 3. móti sínu á PGA var Prugh í forystu á lokahring Bob Hope Classic. Mikið rigningarveður varð til þess að miklar tafir urðu og þegar aftur var farið að spila missti Prugh niður forystuna og hafnaði einn í 5. sæti og hlaut í verðlaun $200,000. Hann varð líka í 5. sæti á næsta móti Farmers Insurance Open og í 10. sæti á the Northern Trust Open.

Besti árangur Prugh er T-2 árangur á Frys.com Open, árið 2010, en keppnistímabilið 2017-2018 á Web.com Tour var hann 4 sinnum meðal efstu 10 í mótum og það tryggði honum 18. sæti peningalistans og þar með kortið á PGA Tour fyrir 2018-2019 keppnistímabilið.