Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 24. 2019 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2019: Adam Schenk (45/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour keppnistímabilið 2018-2019 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Web.com Tour eftir 2017-2018 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 4 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Web.com Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á peningalista Web.com Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour, síðast var kynntur sá sem varð í 1. sæti peningalistans, Sungjae Im frá Suður-Kóreu.

Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Web.com Finals og hlutu þannig þáttökurétt á mótum PGA Tour. Fyrst var kynntur sá sem rétt slapp í hóp þeirra 25 efstu en það var Jim Knous, síðan Fabián Gómez frá Mexíkó, kanadíski kylfingurinn Ben Silverman, bandarísku kylfingarnir Michael Hayes Thompson, Nicholas Lindheim, Wes Roach og Cameron Tringale, Curtis Luck (16. sæti) frá Ástralíu, Dylan Frittelli frá S-Afríku og Sepp Straka frá Austurríki; Stephan Jäger, sem varð í 15. sæti; Roberto Diaz, sem varð í 14. sæti ; Max Homa, sem varð í 13. sæti Seth Reeves, sem var í 12. sæti; Hunter Mahan, sem varð í 9. sæti, Matt Jones frá Ástralíu sem varð í 8. sæti og bandaríski kylfingurinn Lucas Glover, sem varð í 7. sæti.

Í dag verður kynntur sá sem var í 6. sæti á Web.com Tour Finals, en það er Adam Schenk, sem vann sér inn 125,798 dollara á Web.com Finals.

Adam Schenk fæddist 26. janúar 1992, sonur hjónanna Scott og Renee Schenk og hann á eina systur, Karen.

Adam Schenk er því 27 ára.

Adam býr í Vicennes í Indiana og var þar í South Knox High-school, þar sem hann lék golf með menntaskólaliði sínu.

Heima í Indiana er Schenk einnig meðlimur í Crooked Stick golfklúbbnum í Carmel, Indiana.

Adam Schenk var síðan í bandaríska háskólagolfinu og lék með liði Purdue háskóla (2010-2014). Sjá má afrek Adam Schenk í háskóla með því að SMELLA HÉR:

Árið 2015 gerðist Adam Schenk atvinnumaður í golfi. Það ár spilaði hann fyrst á PGA TOUR Latinoamérica, en hefir verið á Web.com Tour frá árinu 2016. Hann á einn sigur í beltinu á Web.com Tour, þann sem lagði grunn að veru hans á PGA Tour, þ.e. sigur í Lincoln Land Charity Championship, árið 2017.

Sem stendur er Schenk nr. 232 á heimslistanum, yfir bestu kylfinga heims.

Ýmislegt úr ýmsum áttum um Adam Schenk:

Augusta National og Pine Valley eru vellir sem hann myndi elska að spila á.

Meðal áhugamála Schenk eru borðtenis og körfubolti.

Uppáhaldskvikmynd Schenk er „The Shawshank Redemption“ og uppáhaldssjónvarpsþátturinn „Californication.“

Tiger Woods er uppáhaldsíþróttamaður Schenk.

The Indianapolis Colts, Indiana Pacers og St. Louis Cardinals eru uppáhaldsatvinnumannalið Adam Schenk.

Uppáhaldsborg Adam Schenk er Chicago.

Uppáhaldsapp Schenk er Google Maps.

Í draumaholli Adam Schenk myndu vera hann sjálfur, pabbi hans, afi og Tiger Woods.

Twitter/Instagram netfang er @acschenk1

Loks mætti geta að Adam Schenk ólst upp á bónadabæ og einn af styrktaraðilum hans er the Illiana Watermelon Association,og hann styrkir melónuræktendur í Indiana og Illinois, sem og þá sem sjá um pökkun og flutning melónanna.