Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Sung Kang (8/50)
Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.
Sá sem varð í 43. sætinu er Sung Kang.
Sung Kang fæddist 4. júní 1987 í Jeju í Suður-Kóreu og er því 28 ára.
Hann var fyrst í Namju High School in Jeju og síðan Yonsei University, þaðan sem hann útskrifaðist fyrir 7 árum þ.e. 2009.
Kang gerðist atvinnumaður í golfi tvítugur að aldrei þ.e. 2007.
Kang vakti fyrst alþjóðlega athygli þegar hann varð í 2. sæti á Ballantine’s Championship 2009, en mótið var samvinnuverkefni kóreanska golfsambandisins og Evrópumótaraðarinnar. Árið eftir þ.e. 2010 sigraði Kang í fyrsta sinn á kóreanska túrnum þ.e. á the Eugene Open og lauk keppnistímabilinu með því að komast á PGA Tour gegnum úrtökumót.
Í maí 2011 tapaði Kang í bráðabana á BMW Charity Pro-Am á Nationwide Tour. Í mánuðnum þar á eftir (þ.e. júní 2011) komst hann inn á Opna bandaríska, sem var fyrsta risamótið sem hann komst inn á og þar lauk hann keppni T-39, sem þótti góður árangur. Kang rétt svo náði að endurnýja PGA Tour kortið sitt 2012 með T3 árangri á Children’s Miracle Network Classic og varð í 120. sæti á peningalistanum.
Á AT&T Pebble Beach National Pro-Am, var Kang með vallarmet, 60 á 2. hring á Monterrey Peninsula vellinum. Með þessum árangri varð hann í forystu eftir föstudaginn og spilaði um helgina þótt honum hafi ekki tekist að sigra.
Árið 2013 vann Kang tvívegis á One Asia mótaröðinni: 2013 CJ Invitational Hosted by K.J. Choi [OneAsia], Kolon Korea Open [OneAsia].
Sem stendur er Kang í 177. sæti á heimslistanum og er í ár 2016 búinn að vinna sér inn $558,224 í verðlaunafé á ferli sínum.
Annað um Sung Kang:
Uppáhaldsgolfvellir Kang eru: Quail Hollow, suðurvöllur Torrey Pines og Pinx CC heima í S-Kóreu.
Uppáhaldslið Kang er Los Angeles Lakers og uppáhaldsíþróttamaður Kobe Bryant.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur er „Radio Star.“
Uppáhaldsmatur er: Kalbee.
Uppáhaldsborg Kang er: Washington, D.C.
Í draumaholli Kang eru: Ben Hogan, Jack Nicklaus og Arnold Palmer
Ef ætti að spila lag á 1. teig til heiðurs Kang sagði hann að hann kysi helst að það væri þjóðsöngur Kóreu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
