Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2016: Lucas Lee (4/50)

Í fyrrahaust voru 50 „strákar“ sem komust á PGA Tour þ.e. þeir 25 sem voru efstir í 2. deildinni Web.com og svo 25 aðrir sem keppa á sérstöku 4 móta úrtökumótaröð Web.com Finals alls 50.

Sá sem varð í 47. sætinu og rétt slapp ínn á PGA Tour er Lucas Lee.

Lucas Lee fæddist í Sao Paulo, Brasilíu 1. ágúst 1987 og er því 28 ára. Lee á því sama afmælisdag og Nökkvi Gunnarsson í NK og fleiri flottir kylfingar.

Lee er sagnfræðingur, útskrifaðist frá UCLA í Kaliforníu með gráðu í sagnfræði 2008 og gerðist atvinnumaður í golfi sama ár.

Hann lék með skólaliði UCLA í bandaríska háskólagolfinu  og var All-American árið 2007, sigraði í 5 mótum í einstaklingskeppninni og hjálpaði liði sínu að komast á svæðamótið the NCAA Championship árið 2008.

Lee tók m.a. þátt í heimsbikarnum (ens. World Cup) árið 2011 f.h. Brasilíu

Lee komst strax inn á Web.com keppnistímabilið 2009 en söðlaði síðan um og spilaði á kanadísku MacKenzie Tour þ.e. kanadísku PGA Tour árin 2010-2013, en kom síðan aftur til Bandaríkjanna og spilaði á Web.com 2013-2015.  Á kanadísku PGA mótaröðinni varð Lee 5 sinnum í 2. sæti.

Jafnframt ofangreindu spilaði Lee á Asíutúrnum 2010 – 2012 varð m.a. í 97. sæti á peningalistanum 2010.

Lee lék síðan á OneAsia Tour á árunum 2012 – 2014,varð í 43., 26., og 66. sæti á peningalistanum þau ár sem hann var þar.

Síðan spilaði Lee líka á kínverska PGA Tourárið 2014 og varð 6 sinnum í  top-10 og varð í 8. sæti á peningalistanum.

Ennfremur var Lee á Web.com 2013-2015 og á síðasta ári varð hann tvívegis í 2. sæti sem fleytti honum í 23. sæti peningalista Web.com og í 47. sætið allt í allt og er hann því þar með kominn á PGA Tour 2016!

Aukafróðleikur um Lucas Lee: 

Meðal uppáhalds kvikmynda/sjónvarpsþátta Lee eru: „Homeland,“ „The Walking Dead,“ „The Big Bang Theory,“

Uppáhalds íþróttamður Lee utan golfsins er: Roger Federer.

Uppáhaldsborgir Lee eru: Sao Paulo og Bangkok.

Meðal hápunkta á ferli Lee: er að hafa hitt Ronaldo (knattspyrnumann) á the Brasil Open.

Lucas Lee er mikill tungumálamaður en hann talar 4 tungumál: portúgölsku, ensku, spænsku og kóreönsku.