Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 20:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tyrone Van Aswegen (23/50)

Sá 29. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015 var suður-afríski kylfingurinn Tyrone Van Aswegen.

Van Aswegen fæddist 6. janúar 1982 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og er því 32 ára.   Foreldrar hans heita Lynn og Gavin og hann á einn bróður Gav, en öll fjölskylda hans styður hann í atvinnumennskunni.

Stærsti aðdáandi hans er eflaust eiginkonan Cristin.

Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með  Oklahoma City University.

Hann gefur þeim sem heimsækja heimaborg hans Jóhannesarborg þau ráð að reyna á einhverju stigi „braai“ sem er nokkurs konar suður-afrískt bbq, fara í kaffi-hús, reyna að komast við ströndina og fara í safarí.   Sagt er að með svona ævintýralega borg að heimaborg, þá endurspeglist ævintýramennskan í leik Van Aswegen í golfinu.

Van Aswegen er lífsnautnamaður nýtur þess að drekka gott rauðvín, annaðhvort Merlot eða Malbec, honum finnst gaman að lesa góðar bækur t.a.m. ævisögur eða horfa á góðar kvikmyndir.

Meðal uppáhaldskvikmyndia hans eru  Remember the Titans, Step Brothers, Wedding Crashers, og Old School.

Uppáhaldslið hans í öðrum íþróttum en golfinu eru the Springboks í rugby og the Oklahoma Sooners í ruðningsbolta. Uppáhaldsíþróttamaður Van Aswegen utan golfsins er  tennisleikarinn Roger Federer.

Í draumaholli Van Aswegen myndu vera Tiger Woods og Ben Hogan, sem hann segir að séu þeir bestu í golfinu (sérstaklega í slættinum) .

Komast má á heimasíðu Van Aswegen til að fræðast nánar um hann með því að SMELLA HÉR: