Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tom Gillis (29/50)

Tom Gillis var sá 23. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Thomas Charles Gillis fæddist í Pontiac, Michigan 16. júlí 1968 og var með árin sín 46 sá elsti sem hlaut kortið sitt á PGA Tour að þessu sinni.

Gillis útskrifaðist frá Lake Orion í Michigan og gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hafa spilað í bandaríska háskólagolfinu með liði Oakland Community College.

Gillis spilaði á PGA Tour árið  2010 eftir að hafa spilað mörg ár á Nationwide Tour og eftir að hafa keppt á PGA Tour árin 2003 og 2005 og á Evrópumótaröðinni árin 1998-2002.  Hann spilaði einnig í mörgum PGA og Nationwide Tour mótum á 10. áratugnum.

Gillis vann fyrsta mótið sitt á Nationwide Tour árið 2009 þ.e. Nationwide Tour Players Cup.  Hann varð í 5. sætinu á peningalistanum og vann sér inn kortið sitt á PGA Tour árið 2010.

Árið 2010 varð Gillis T-5 á Deutsche Bank Championship … og hélt því spilarétti sínum á 2011 keppnistímabilinu eftir að hafa landað 76. sætinu á peningalistanum. Besti árangur hans á ferli hans er T-2 árangur á Honda Classic mótinu.

Nú þ.e. þetta keppnistímabil 2014-2015 er Gillis aftur kominn á PGA Tour