Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 17:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Steve Wheatcroft (16/50)

Steve Wheatcroft var nr. 36 af þeim sem hlutu kortin sín á PGA Tour keppnistímabioð 2014-2015.

Wheatcroft fæddist í Indiana, Pennsylvanía 21. febrúar 1978 og er því 36 ára.  Hann stundaði nám og lék með golfliði Indiana University og vann sér inn gráðu í markaðssetningu íþróttavara og íþróttastjórn (ens. Sports Marketing and Management). Wheatcroft gerðist atvinnumaður 2001 og hefir spilað í fjölmörgum málum yfir árin.   Fysti sigur hans kom í Pennsylvania Open Championship árið 2003.

Á fyrsta ári sínu á forvera Web.com árið 2006 á Nationwide Tour var Wheatcroft aðeins með 1  topp-10 árangur og komst ekki í gegnum niðurskurð 12 sinnum.  Þrátt fyrir þessa erfiðleika gekk honum vel í Q-school PGA Tour.  Hann varð í 7. sæti og hlaut kortið sitt á PGA Tour 2007.  Í það skipti náði hann aðeins 10 sinnum í gegnum niðurskurð af 25 mótum, sem hann spilaði í. Í framhaldi af því missti hann kortið sitt á PGA mótaröðinni og spilaði aftur á Nationwide Tour árið 2008 og átti ekkert nema vonbrigðarleiki þar til sumarið  2009.

Wheatcroft gerði nokkrar breytingar á leik sínum. Það varð til þess að hann varð 6 sinnum meðal 10 efstu og tvisvar sinnum meðal efstu 25.  Hann flaug upp peningalistann og vann sér inn kortið sitt á PGA Tour árið 2010.

Wheatcroft spilaði vel á Puerto Rico Open varð T-3, þremur höggum á eftir  Nationwide Tour félaga sínum, Derek Lamely. Wheatcroft komst einnig á Opna bandaríska risamótið 2010 eftir að sigra í 4 manna bráðabana í úrtökumóti í Rockville, Maryland. Hann spilaði þó aftur á  Nationwide Tour 2011 season eftir að hafa orðið í 166. sæti á peningalista PGA Tour.

Árið 2011 á Melwood Prince George’s County Open, vann Wheatcroft með 12 högga mun. Á 72. holunni náði hann erni og var á nýju metheildarskori upp á 29 undir pari, 255 höggum þ.e. bætti fyrra met um 3 högg. Hann setti einnig nýtt met varðandi forystu eftir 54 holur en hann átti 8 högg á næsta mann.

Sterkur leikur Wheatcroft hélt áfram á 2011 keppnistímabilinu og hann átti 3 aðra topp-10 árangra og 4 topp-25 árangra.  Eftir að hafa orðið T-8 á lokamótinu þ.e. Nationwide Tour Championship, varð hann í 20. sæti á peningalista Web.com og var aftur kominn á PGA Tour 2012.

Og nú er Wheatcroft enn einu sinni á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.