Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 12:45

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sam Saunders (39/50)

Sam Saunders varð í 13. sæti af 50 á Web.com Finals og var því einn af þeim 50 heppnu til þess að hljóta kortið sitt á bestu golfmótaröð heims bandaríska PGA Tour, fyrir keppnistímabilið 2014-2015.

Sam Saunders er einna þekktastur fyrir að vera barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer.

Saunders fæddist í Orlando, Flórída, 30. júlí 1987 og er því 27 ára.

Saunders var í Clemson háskóla,  en sleppti lokaárinu til þess að geta gerst atvinnumaður í golfi.

Árið 2011 spilaði Saunders í 13 mótum – þ.á.m. 8 á PGA Tour og var besti árangur hans 15. sætið á Pebble Beach.  Hin mótin spilaði Saunders á Natioweide Tour (undanfara Web.com Tour) og besti árangurinn 10. sætið í Panama.

Þetta sama ár, 2011 komst Saunder á lokastig úrtökumóts en varð í 109. sæti og hlaut ekki PGA Tour kortið sitt.

 Saunders varð í 50. sæti árið 2012 á Web.com Tour, en þetta var fyrsta heila keppnistímabilið sem hann kláraði að spila á, á mótaröð.

Árið 2014 spilaði Saunders aftur á Web.com Tour eftir að hafa hlotið keppnisrétt þar á lokaúrtökuóti.  Hann varð sem segir í 13. sæti á  Web.com Tour Finals og spilar því á  PGA Tour 2014–15.

Saunders kvæntist konu sinn, Kelly, árið 2012 og þau búa í Fort Collins, Colorado ásamt tveimur sona sinna, Ace, og syni Kelly, Cohen.

Saunders ásamt konu sinni Kelly og syni Ace.

Saunders ásamt konu sinni Kelly og syni Ace.