Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Roger Sloan – (5/50)

Kanadíski kylfingurinn Roger Sloan var sá 46. sem komst inn á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Roger Brandon Sloan er fæddur 15. maí 1987 í Calgary, Alberta í Kanada og er því 27 ára. Hann ólst upp Merritt, British Columbia.

Sloan spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Texas í El Paso.  Hann er fremur hávaxinn 1,88 m á hæð og 79 kg.

Eftir að útskrifast frá háskóla gerðist Sloan atvinnumaður í golfi og spilaði á kanadíska PGA túrnum og sigraði einu sinni, árið 2011 á Western Championship.

Síðan Sloan á Web.com Tour árin 2013 og 2014 og vann fyrsta mót sitt á þeirri mótaröð nú í sumar þ.e. í júlí á Nova Scotia Open.

Sloan býr í dag í Houston, Texas. Uppáhaldsmatur hans er lasagna og texaskt BBQ – uppáhaldssælgætið er hnetusmjörs M&M og helsta áhugamálið er að vera á skíðum.

Sjá má allt nánar um Sloan á vefsíðu hans, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: