Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Richard Sterne (42/50)
Það var Richard Sterne frá Suður-Afríku, sem varð í 9. sæti af þeim 50, sem hlutu kortin sín á PGA Tour eftir lokamótið Web.com Tour Finals, 21. september s.l.
Richard Sterne fæddist 27. ágúst 1981 í Pretóríu og er því 33 ára.
Sterne var í St Alban’s College á menntaskólaárunum. Hann varð í 2. sæti á the Boys’ 15-17 Division árið 1999 í World Junior Golf Championships og gerðist atvinnumaður í golfi tveimur árum síðan 2001. Hann var kominn á Áskorendamótaröð Evrópu 2002 og síðan á Evróputúrinn 2003. Sterne vann fyrsta Evrópumótstitil sinn árið 2004 í Open de Madrid.
Á Evróputúrnum árið 2007 vann Sterne, the Celtic Manor Wales Open, og varð í 2. sæti á the Johnnie Walker Classic, sá 3. á the BMW PGA Championship og í 4. sæti á the Barclays Scottish Open og varð þ.a.l. í 14. sæti á peningalistanum. Árið 2008 náði hann 3. sigri sínum á the Joburg Open, móti sem haldið var í samvinnu við Sólskinstúrinn og í lok árs 2008 vann hann 2 önnur mót á Evróputúrnum, í S-Afríku.
Besti árangur hans á peningalista Evróputúrsins var 8. sætið árið 2013. Með sigri sínum á Celtic Manor komst Sterne í 40. sæti heimslistans í 1. sinn.
Sterne hefir sigrað 6 sinnum á Sólskinstúrnum og trónaði þar á toppi peningalistans árið 2008. Í janúar 2008 náði hann að komast í 29. sæti heimslistans. Sterne náði lítið að spila árin 2010 og 2011 vegna meiðsla.
Í febrúar 2013, vann Sterne the Joburg Open með 7 höggum og lauk þar með 4 ára eyðimerkurgöngu sigurleysis vegna bakmeiðsla. Sigurinn var hans 6. á bæði Evrópu- og Sólskinstúrnum og kom strax i vikunni eftir að hann náði að verða í 2. sæti á the Dubai Desert Classic. Þetta var líka fyrsti sigurinn sem hann vann ár eftir ár. Með sigrinum komst Serne á topp-60 á heimslistanum sem þýddi að hann öðlaðist þátttökurétt á heimsmótinu í holukeppni þ.e. WGC-Accenture Match Play Championship og var á toppnum á Race to Dubai stigalistanum. Síðar varð Sterne í 2. sæti á Alstom Open de France , í 9. sæti á the WGC-Bridgestone Invitational, í 13. sæti á the Omega European Masters, og í 14. sæti á the DP World Tour Championship í Dubai. Þetta var til þess að hann lauk keppnistímabilinu í 8. sæti peningalistans.
Á 2014 keppnistímabilinu varð Sterne í 4. sæti á the WGC-Cadillac Championship, í 17. sæti á WGC-Accenture Match Play Championship og í 35. sæti á the PGA Championship. Hann hlaut keppnisrétt á the Web.com Tour Finals, þar sem hann náði m.a. 2. sætinu á the Nationwide Children’s Hospital Championship. Í heildina varð Sterne í 9. sæti á Web.com Tour Finals eins og segir og fékk þar með kortið sitt á sterkustu mótaröð heims á 2014–15 keppnistímabilinu.
Sterne er mikill vinur golfgoðsagnarinnar, Gary Player, en þeir tveir eru oft bornir saman, vegna svipaðrar líkamsstærðar. Sterne hefir spilað nokkrum sinnum á the Gary Player Invitational góðgerðramótinu til þess að styðja við bakið á menntun barna fátækra fjölskyldna.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
